13 Júlí 2007 12:00

Tveir sautján ára piltar fjarlægðu hraðahindrun í Mosfellsbæ í nótt. Til þeirra sást og hafði lögregla hendur í hári þeirra skömmu síðar. Piltarnir báru því við að vinir þeirra hefðu skemmt bílana sína á þessari hindrun og því ákváðu þeir að taka lögin í sínar hendur. Þeim var gerð grein fyrir að svona framkoma væri með öllu óheimil en málalyktir urðu síðan þær að piltarnir skiluðu hraðahindruninni og komu henni aftur fyrir á sínum stað. Um var að ræða svokallaða hraðahindrunarklossa.