1 September 2011 12:00

Karl á fertugsaldri var tekinn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í Garðabæ eftir hádegi í gær. Sá ók bifhjóli sem mældist á 201 km hraða. Maðurinn, sem hefur áður gerst sekur um umferðarlagabrot, var sviptur ökuréttindum á staðnum.