5 Júní 2015 13:30
Karl á þrítugsaldri var staðinn að hraðakstri á Sæbraut, á móts við Súðarvog, um ellefuleytið í fyrrakvöld. Bíll hans mældist á 151 km hraða, en þarna er 60 km hámarkshraði. Ökumaðurinn, sem var allsgáður, var beðinn um að framvísa ökuskírteini á vettvangi, en hann gat ekki orðið við því. Kom á daginn að ökuskírteinið var þegar í vörslu lögreglu vegna sviptingar, en viðkomandi hefur nokkrum sinnum áður verið tekinn fyrir hraðakstur.