10 Júlí 2014 12:00

Nítján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Vesturlandsvegi, á móts við Suðurlandsveg, á tólfta tímanum í gærkvöld. Bíll hans mældist á 164 km hraða, en þarna er 80 km hámarkshraði. Pilturinn, sem var allsgáður, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum. Í bílnum voru þrír farþegar, allir 17 ára. Haft var samband við forráðamenn þeirra sem komu á vettvang og sóttu farþegana.