11 Ágúst 2011 12:00

Karl á þrítugsaldri var staðinn að hraðakstri á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærkvöld. Bíll hans mældist á 124 km hraða á móts við Álfabrekku en þarna er 50 km hámarkshraði. Ökumaðurinn, sem hefur áður verið tekinn fyrir hraðakstur, var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.