3 Desember 2015 10:08

Í gær var umferðardeildin okkar við mælingar við Vesturlandsveg, en eins og allir vita hefur snjór og klaki einkennt umferðina síðustu daga. Fyrirmyndarhegðun einkenndi umferðina og var meðalhraðinn 63 km/klst. af rúmlega 700 ökutækjum sem fóru þarna framhjá meðan mælingin fór fram.

Það sem skyggði þó á var að einn ökumaður var mældur á 110 km/klst. og í ljósi færðarinnar var ljóst að ökumaðurinn var að leggja sjálfan sig, en ekki síst alla aðra vegfarendur, í mikla hættu með slíkum ofsaakstri. Þarna er 80 km/klst, miðað við BESTU aðstæður. Ökumaðurinn má búast við ríflegri sekt.