13 Apríl 2021 10:34

Ökumaður sem tilkynnt var um að æki ógætilega og rásandi um götur Selfoss um kl. 17:45 í gær sinnti ekki fyrirmælum lögreglu þegar hún hugðist ræða við hann þar sem hann var á bifreiðastæði við N1 við Austurveg heldur ók á ofsahraða suður Rauðholt og vestur Engjaveg þar sem hann fór yfir gatnamót við Tryggvagötu gegn rauðu ljósi sem logaði á umferðarljósu gatnamótanna.   Bifreið hans lenti á bifreið sem ekið var um Tryggvagötu en hann stöðvaði hinsvegar ekki fyrr en hann var kominn að gatnamótum Engjavegar og Kirkjuvegar.    Þar hljóp hann úr bifreiðinni en var hlaupinn uppi af lögreglumönnum og handtekinn.    Maðurinn var vistaður í fangklefa í nótt en verður yfirheyrður síðar í dag.  Hann er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna.     Ökumaðurinn sem fyrir honum varð var fluttur til læknisskoðunar á sjúkrahús á Selfossi en er ekki talinn alvarlega slasaður.