28 Febrúar 2004 12:00

                                               

Móttakandi:        Fréttastofur fjölmiðla

Dagsetning:    28. febrúar 2004 kl. 10:15   

Efni:                    Fólki ógnað með skotvopni í vesturbænum í Reykjavík     

           

           

           

Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsí í vesturbænum í Reykjavík kl 23:58 að kvöldi föstudagsins 27. febrúar. Ástæða útkalls lögreglu var sú að þar hafði fólki verið ógnað með skotvopni.

Aðdragandi málsins virðist sá að 18 ára karlmanni hafi ekki líkað hávaði frá gleðskapi sem var í nágrannahúsi. Þegar ekki voru undirtektir undir kvörtun hans sótti viðkomandi skotvopn og ógnaði gestum og hafði í hótunum við þau. Viðkomandi fór síðan burtu í bifreið. Skömmu síðar kl. 00:14 stöðvaði lögreglan bifreið þeirra á Vatnsmýrarvegi og voru 5 einstaklingar þá handteknir og fluttir á lögreglustöð. Einum þeirra var sleppt að loknu viðtali en hinir bíða nú yfirheyrslu lögreglu.

Leit lögreglu skilaði þeim árangri að afsöguð haglabyssa og skotfæri fundust.

Málið er í rannsókn og má vænta frekari upplýsinga frá lögreglu síðar í dag. Frekari upplýsingar um gang rannsóknar veitir Björgvin Björgvinsson lögreglufulltrúi í síma 569-9000.

Fhl

Karl Steinar Valsson

aðstoðaryfirlögregluþjónn