20 September 2011 12:00

Kona um þrítugt var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hún var undir áhrifum fíkniefna. Með í för var barnið hennar en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu þess og barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð.