9 Október 2012 12:00

Karl á miðjum aldri var stöðvaður við akstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Hann var undir áhrifum áfengis. Með í för voru börnin hans tvö en gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þeirra þágu og barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Faðirinn, sem hafði þegar verið sviptur ökuleyfi, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þess má jafnframt geta að annað barnanna var ekki með viðeigandi öryggisbúnað í bílnum.