9 Mars 2007 12:00

Liðlega tvítugur karlmaður var tekinn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar fyrr í dag. Bíll hans mældist á 157 km hraða en maðurinn hefur alloft áður verið stöðvaður fyrir hraðakstur. Á annan tug ökumanna hafa verið teknir fyrir hraðakstur það sem af er degi en langflestir þeirra óku á yfir 100 km hraða.

Frá klukkan sjö í morgun hafa fjórtán umferðaróhöpp verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hætt er við að þau verði enn fleiri áður en dagurinn er úti. Nú er umferðin farin að þyngast og ökumenn eru eindregið beðnir um að flýta sér hægt.