28 Nóvember 2012 12:00

Sautján ára piltur var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ seint í gærkvöld en bíll hans mældist á 143 km hraða. Ljóst er að pyngja hans mun léttast verulega vegna þessa, en auk sektarinnar fer pilturinn í akstursbann og verður gert að setjast aftur á skólabekk til að ná réttum tökum á akstrinum. Vonandi kemur hann aftur í umferðina sem betri ökumaður eftir að hafa lært sína lexíu.