19 Mars 2014 12:00

Kona á þrítugsaldri var staðin að hraðakstri í Ártúnsbrekku í Reykjavík í morgun en bíll hennar mældist á 137 km hraða. Aðspurð um aksturslagið sagðist hún hafa verið að flýta sér í vinnuna! Bæði svipting og sekt liggur við hraðakstri af þessu tagi og er vonandi að konan læri sína lexíu, en hún hefur áður gerst sek um umferðarlagabrot.