22 Júní 2009 12:00

Karl á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem var handtekinn eftir ofsaakstur í gærkvöld, er m.a. grunaður um brot er varða við almannahættu samkvæmt 18. kafla almennra hegningarlaga og 23. kafla sömu laga er varða manndráp og líkamsmeiðingar. Þá er hann og grunaður um brot gegn 12. kafla almennra hegningarlaga er fjallar um brot gegn valdstjórninni.