7 Febrúar 2012 12:00

Karl á fertugsaldri var staðinn að ofsaakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ um síðustu helgi. Bíll hans mældist á 151 km hraða en manninum var veitt eftirför uns hann nam staðar í Hafnarfirði. Þá kom jafnframt í ljós að ökumaðurinn var í annarlegu ástandi en lögreglan fann ennfremur fíkniefni í fórum hans. Maðurinn, sem hefur alloft áður gerst sekur um umferðarlagabrot, var handtekinn og færður á lögreglustöð.

Talsvert var um hraðakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina og voru nokkrir tugir ökumanna stöðvaðir vegna þessa.