22 September 2008 12:00
Brot aðeins eins ökumanns var myndað á Borgarholtsbraut í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Borgarholtsbraut í vesturátt, skammt frá Suðurbraut. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 51 ökutæki þessa akstursleið og því voru nánast allir ökumenn til fyrirmyndar. Bíll þess eina sem ók of hratt eða yfir afskiptahraða mældist á 61 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði.
Vöktun lögreglunnar á Borgarholtsbraut, en í nágrenni hans er Kársnesskóli, er liður í eftirliti með hraðakstri við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.