4 Febrúar 2008 12:00

Brot 22 ökumanna voru mynduð á Grensásvegi frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt, þ.e. yfir gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Umrædd vöktun stóð yfir í tæplega fjörutíu og þrjár klukkustundir en á tímabilinu fóru 6.146 ökutæki þessa akstursleið og því óku afar fáir, eða 0,3% ökumanna, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var u.þ.b. 65 km/klst en þarna er leyfður hámarkshraði 50. Aðeins tveir óku á yfir 70 km hraða eða meira en annar þeirra, og sá sem hraðast ók, mældist á 84. Þessi niðurstaða ber það með sér að ökumenn hafa greinilega tekið tillit til aðstæðna og er það vel.