26 Apríl 2010 12:00

Allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar í Baugakór í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Baugakór í vesturátt. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 13 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum ekið á löglegum hraða en þarna er 30 km hámarkshraði.

Mælingarnar í dag eru hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu. Í Baugakór var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf.