2 September 2008 12:00
Brot tveggja ökumanna voru mynduð í Háholti í Hafnarfirði í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Háholt í vesturátt, gegnt Hvaleyrarskóla. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fór 31 ökutæki þessa akstursleið og því voru nær allir ökumenn til fyrirmyndar. Bílar þessara tveggja sem óku of hratt eða yfir afskiptahraða mældust á 41 og 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði.