21 September 2010 12:00

Kona á miðjum aldri var handtekin í miðborginni um helgina. Grunur leikur á að hún hafi verið að selja landa en í bakpoka hennar fundust allnokkrir brúsar sem innihéldu heimagert áfengi. Umrædd kona var einnig handtekin í miðborginni í sumar en þá var hún við sömu iðju.