1 September 2006 12:00

Nokkrir gistu í fangageymslu lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar í gær og nótt. Þar af voru tveir piltar sem voru handteknir við skemmtistað. Annar braut þar rúðu til að komast inn en hinn var með ólæti en báðir voru þeir verulega ölvaðir.

Þá var maður færður á lögreglustöð eftir að hafa neitað að borga fyrir akstur með leigubíl en viðkomandi hafði neitt áfengis í töluverðu mæli. Í nótt kom upp eitt minniháttar fíkniefnamál en í kjölfar þess var einn maður fluttur á slysadeild. Sá hafði lent í átökum þar sem skærum var beitt en áverkar hans voru ekki miklir.