25 Ágúst 2006 12:00
Tveir ölvaðir þjófar voru á ferðinni í miðborg Reykjavíkur í gær. Annar stal kjól og lítilræði af matvælum en hinn geisladiskum og bol. Þjófarnir, karl og kona í kringum fertugt, voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar.
Þá var tilkynnt um innbrot í tvö fyrirtæki sem eru í sama húsi. Þar var m.a. búið að stela tölvuskjám og skiptimynt. Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot hjá byggingaraðila en sá saknaði verkfæra sem voru geymd í læstum gámi.