8 Júní 2007 12:00

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í gærkvöld og nótt í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annar þeirra var stöðvaður á Kringlumýrarbraut en bíll hans mældist á 139 km hraða. Ökumaðurinn, sem er fimmtugur, rengdi ekki hraðamælinguna en sagði sér til varnar að hann vissi ekki hver væri leyfður hámarkshraði á þessum stað.

Tuttugu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt í gær en lítið bar á hraðakstri. Einn var tekinn fyrir að aka próflaus á bifhjóli. Það reyndist vera 16 ára piltur sem hefur aldrei öðlast ökuréttindi en kauði var á ferðinni í Hafnarfirði um miðjan dag. Þá voru höfð afskipti af hálfþrítugri konu sem lagði bíl sínum í stæði rétt hjá lögreglustöðinni við Hlemm. Bíllinn var búinn nagladekkjum og var óskoðaður að auki.