2 Júlí 2008 12:00

Karl um þrítugt var tekinn fyrir hraðakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær en bíll hans mældist á 156 km hraða. Lögreglumenn við eftirlitsstörf í Kópavogi urðu hans varir og veittu þeir ökufantinum eftirför í Hafnarfjörð. Þar var hann handtekinn og færður á lögreglustöð en maðurinn reyndist jafnframt vera ölvaður. Hann var síðan sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og gert að afhenda ökuskírteini sitt.

Þess má geta að ökufanturinn furðaði sig á afskiptum lögreglunnar en hann taldi sig hafa ekið á eðlilegum umferðarhraða.