21 Ágúst 2007 12:00

Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í Súðarvogi í gær en sá ók hjólagröfu sem rakst í Elliðaárbrúna á mótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Við það kvarnaðist lítilsháttar úr brúnni en brotin lentu á aðvífandi bíl sem rispaðist eitthvað. Fyrrnefndur ökumaður, sem stakk af frá vettvangi, reyndist einnig vera undir áhrifum áfengis og hafði þar að auki þegar verið sviptur ökuleyfi.