7 Nóvember 2006 12:00

Karlmaður á fimmtugsaldri var tekinn fyrir ölvunarakstur í austurbæ Reykjavíkur í hádeginu í gær. Með honum í bíl var kona á svipuðum aldri en hún var ölvuð. Þá var dóttir konunnar sömuleiðis í bílnum en hún er á grunnskólaaldri. Maðurinn og konan hafa áður komið við sögu lögreglunnar.

Tveir aðrir karlmenn, annar um sjötugt en hinn hálfsextugur, voru líka teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær. Sá eldri var stöðvaður í austurbænum en sá yngri í útjaðri borgarinnar. För þeirra beggja var stöðvuð um svipað leyti eða rétt fyrir hádegi.