3 Apríl 2007 12:00

Kona á fertugsaldri var tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á leikskólaaldri. Því miður er þetta mál ekki einsdæmi en fyrr í vetur stöðvuðu lögreglumenn konu á svipuðum aldri fyrir sömu sakir. Sú var að sækja barn sitt í leikskóla.