13 September 2007 12:00

Kona á fertugsaldri var tekin fyrir ölvunarakstur við gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar síðdegis í gær. Með konunni í bílnum var barn hennar sem er á grunnskólaaldri. Þá var rúmlega þrítugur karl tekinn fyrir ölvunarakstur í nótt en sá var stöðvaður í Skútuvogi. Sami maður var tekinn af lögreglu í vor en þá var hann einnig ölvaður undir stýri. Þess má geta að viðkomandi var sviptur ökuleyfi snemma á árinu en virðist seint læra af reynslunni.