4 Apríl 2008 12:00

Talsverð ölvun var á tveimur skóladansleikjum í Reykjavík í gærkvöld en á báðum stöðum voru framhaldsskólanemar að gera sér glaðan dag. Hringt var í foreldra og forráðamenn allmargra ungmenna undir 18 ára aldri og þeim gert að sækja börn sín á fyrrnefnda dansleiki. Fáein ungmenni voru færð á lögreglustöð en í þeim hópi var piltur sem hafði farið upp á svið og fékkst ekki til að fara niður aftur. Kom til átaka þegar átti að fjarlæga piltinn og slasaðist þá gæslumaður á fæti. Ástand gesta á öðrum staðnum var sýnu verra en á hinum og fór svo að ákveðið var að ljúka þeirri skemmtun um hálftíma fyrr en áætlað var.