10 September 2019 10:56

Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt, en þetta voru þrír karlar og þrjár konur. Ein kvennanna var með barn sitt í bílnum, en barnið var ekki í barnabílstól. Á vettvangi reyndi móðirin að villa á sér heimildir og gaf upp rangt upp. Hún og barnið voru flutt á lögreglustöð þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir, en barnaverndaryfirvöld voru jafnframt upplýst um málið.