4 Nóvember 2019 12:18

Alls voru þrjátíu og tveir ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu um helgina fyrir akstur undir áhrifum, þarf af 19 fyrir akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna og 13 fyrir ölvunarakstur. Flestir þeirra voru teknir aðfaranótt laugardags og sunnudags. Lögreglan minnir á að akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis er dauðans alvara.