22 Mars 2022 12:25

Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Garðabæ og þrír í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, ellefu á laugardag, sex á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru þrettán karlar á aldrinum 26-58 ára og sex konur, 21 og 59 ára. Tíu þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og þrír hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Af öðrum verkefnum helgarvaktarinnar má nefna að tíu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu, þar af tvær alvarlegar. Þá var farið í þrjú útköll vegna heimilisofbeldis.