7 Október 2009 12:00

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um miðjan dag var karl á fimmtugsaldri stöðvaður fyrir þessar sakir í Kópavogi og síðdegis var karl á sjötugsaldri tekinn á Bústaðavegi af sömu ástæðu. Í bíl þess yngri fundust auk þess fíkniefni en þess má líka geta að báðir ökumennirnir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Í gær og nótt voru jafnframt þrír ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum fíknefna. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ. Um var að ræða tvo karla og eina konu en fólkið er allt á þrítugsaldri.