26 Febrúar 2024 12:46

Það var í mörg horn að líta hjá lögreglunni um helgina, m.a. við umferðareftirlit, en þrjátíu og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu. Sautján voru stöðvaðir í Reykjavík, átta í Hafnarfirði, fjórir í Kópavogi og þrír í Garðabæ. Fjórir voru teknir á föstudagskvöld, tólf á laugardag, þrettán á sunnudag og þrír aðfaranótt mánudags. Þetta voru tuttugu og sex karlar á aldrinum 19-54 ára og sex konur, 21-44 ára. Átta þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og sex hafa aldrei öðlast ökuréttindi.