21 Janúar 2010 12:00

Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en sá var stöðvaður á Sæbraut og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Í gær og nótt voru jafnframt þrír ökumenn teknir fyrir að aka undir áhrifum fíknefna. Tveir voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Um var að ræða þrjá karla, tvo á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri. Þess má geta að sá síðastnefndi hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.