2 Júlí 2010 12:00

Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um var að ræða karl á áttræðisaldri en hann var stöðvaður í austurborginni fyrir hádegi. Einn var sömuleiðis tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þar var á ferð tæplega tvítugur piltur en bíll hans var stöðvaður í miðborginni í nótt.