10 Október 2007 12:00

Tveir karlar, annar rúmlega hálffertugur en hinn á fimmtugsaldri, voru teknir fyrir ölvunarakstur í gær. Sá yngri var stöðvaður í Breiðholti en sá eldri í Árbæ. Ætluð fíkniefni fundust í fórum þess síðarnefnda en bíll hans reyndist jafnframt ótryggður og voru skráningarnúmerin því fjarlægð. Þá voru tvær konur teknar fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Önnur var stöðvuð á Smáratorgi í Kópavogi en hin á Sæbraut. Yngri konan er um tvítugt en sú eldri um þrítugt.

Tuttugu og þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þau voru flest minniháttar.