30 September 2010 12:00

Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en hann var stöðvaður í austurborginni um miðjan dag. Í nótt var svo einn ökumaður tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sá var stöðvaður í Breiðholti en þar var á ferð rúmlega tvítugur piltur. Sá hafði ekið á bæði umferðarskilti og umferðarstólpa áður en til hans náðist en bíll piltsins var mikið skemmdur eftir ökuferðina.