4 Janúar 2011 12:00

Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær og tveir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða þrjá karla á aldrinum 27-48 ára en hinir sömu höfðu allir þegar verið sviptir ökuleyfi. Þá stöðvaði lögreglan líka nokkra ökumenn sem höfðu ekki ökuskírteini meðferðis og/eða höfðu ekki hirt um að endurnýja það en slíkt kæruleysi er því miður ekki nýtt af nálinni.