17 Febrúar 2011 12:00

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gær og nótt. Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri og var annar stöðvaður á Sæbraut en hinn á Nauthólsvegi. Á sama tímabili voru tveir karlar teknir fyrir að að aka undir áhrifum fíkniefna. Annar var stöðvaður í Kópavogi og hinn í Breiðholti en í bílum þeirra beggja fundust fíkniefni. Yngri ökumaðurinn er tæplega tvítugur en sá eldri er um fertugt.