31 Mars 2011 12:00

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Kópavogi síðdegis í gær. Annar þeirra, kona um sextugt, var ölvuð við stýrið en hinn, karl um þrítugt, var undir áhrifum fíkniefna. Sá hefur aldrei öðlast ökuréttindi en maðurinn, sem veitt var stutt eftirför, gaf upp rangt nafn á vettvangi. Við eftirgrennslan á lögreglustöð kom hið sanna í ljós en viðkomandi hefur áður reynt að villa á sér heimildir. Hann var þó ekki eini ökumaðurinn sem var í annarlegu ástandi í umferðinni í gær því um hádegisbil stöðvaði lögreglan bíl í Breiðholti. Ökumaðurinn, karl um tvítugt, var sömuleiðis undir áhrifum fíkniefna og hafði jafnframt þegar verið sviptur ökuleyfi.