20 Maí 2011 12:00

Þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær en tveir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þetta voru allt karlar en tveir þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Sá yngsti er um tvítugt en sá elsti á sextugsaldri. Þriðji maðurinn er á fertugsaldri en í bíl hans fundust munir sem grunur leikur á að séu þýfi.