16 September 2011 12:00

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í miðborginni og Árbæ. Um var að ræða konu á þrítugsaldri og 18 ára pilt en hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.