30 Nóvember 2007 12:00

Tvær konur voru teknar fyrir ölvunarakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt.  Önnur ók á stöðumæli í miðborginni um kvöldmatarleytið en þar lauk ökuferð hennar. Hin var stöðvuð á Bústaðavegi en hún átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum. Eldri konan er um fimmtugt en sú yngri er tæplega þrítug.

Þá voru karl og kona á þrítugsaldri tekin fyrir fíkniefnakstur. Þau voru bæði handtekin í Kópavogi síðdegis.