21 Desember 2011 12:00

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gær. Þetta voru allt karlar en þeir eru á aldrinum 20-50 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi.