20 Janúar 2012 12:00

Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sex þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þetta voru sex karlar á aldrinum 22-32 ára og ein kona, 18 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi en tveir þeirra voru jafnframt á stolnum bíl.