13 Nóvember 2012 12:00

Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði og einn í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Þrír voru teknir á laugardag og fimm á sunnudag. Þetta voru allt karlar, en þeir eru á aldrinum 18-55 ára. Einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.