8 Apríl 2013 12:00
Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sjö þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Hafnarfirði og tveir í Kópavogi. Einn var tekinn á föstudagskvöld, þrír á laugardag, átta á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru tíu karlar á aldrinum 16-49 ára og þrjár konur, 29-57 ára.