4 Mars 2008 12:00

Þrettán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Tveir voru stöðvaðir á laugardag, níu á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Tólf voru teknir í Reykjavík og einn í Garðabæ. Þetta voru ellefu karlar á aldrinum 15-51 árs og tvær konur, 20 og 54 ára.

Á sama tímabili tók lögreglan þrjá ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna. Tveir voru stöðvaðir í Kópavogi og einn í Reykjavík en um var að ræða þrjá karla á aldrinum 19-24 ára.