5 Mars 2014 12:00

Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Þeir voru stöðvaðir í Reykjavík, Mosfellsbæ og Garðabæ. Þetta voru fjórir karlar og ein kona. Einn ökumannanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi, en sá hinn sami var á stolnum bíl.